Þórdís gefur skýrslu um fyrirhugaða sölu á TM

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Munnleg skýrsla Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM er á dagskrá Alþingis í dag.

Mikill styr hefur staðið um áform Landsbankann um kaup á TM fyrir tæpa 30 milljarða króna. Þórdís Kol­brún hefur sagt að hún muni ekki samþykkja kaup Lands­bank­ans á trygg­ing­a­fé­lag­inu nema sölu­ferli bank­ans hefj­ist sam­hliða. 

Hinir flokkarnir í ríkisstjórninni segja sölu Landsbankans ekki á dagskrá. 

Bankasýslan hefur lýst því yfir að hún hafi ekki vitað af kaupunum.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sagði á dögunum að bankinn hygðist fara áfram með kaupin þrátt fyrir gagnrýni fjármálaráðherra.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert