Þórdís gefur skýrslu um fyrirhugaða sölu á TM

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Munn­leg skýrsla Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur um fyr­ir­huguð kaup Lands­bank­ans á TM er á dag­skrá Alþing­is í dag.

Mik­ill styr hef­ur staðið um áform Lands­bank­ann um kaup á TM fyr­ir tæpa 30 millj­arða króna. Þór­dís Kol­brún hef­ur sagt að hún muni ekki samþykkja kaup Lands­bank­ans á trygg­ing­a­fé­lag­inu nema sölu­ferli bank­ans hefj­ist sam­hliða. 

Hinir flokk­arn­ir í rík­is­stjórn­inni segja sölu Lands­bank­ans ekki á dag­skrá. 

Banka­sýsl­an hef­ur lýst því yfir að hún hafi ekki vitað af kaup­un­um.

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans, sagði á dög­un­um að bank­inn hygðist fara áfram með kaup­in þrátt fyr­ir gagn­rýni fjár­málaráðherra.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert