Snjóþekja er á Vatnaleið og Bröttubrekku en hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum. Vegurinn um Holtavörðuheiði er áfram lokaður en þar er unnið að mokstri.
Á Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á nokkrum leiðum, meðal annars á Hellisheiði. Varað er við brotholum á svæðinu og eru vegfarendur beðnir að aka með gát.
Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Norðurlandi en þæfingur er á Öxnadalsheiði og Þverárfjalli, að sögn Vegagerðarinnar.