Varaforseti Landsréttar hættir

Davíð Þór Björgvinsson gegndi embætti dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, fyrir …
Davíð Þór Björgvinsson gegndi embætti dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, fyrir hönd Íslands á sínum tíma. Rax / Ragnar Axelsson

Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, hefur beðist lausnar frá embætti sem dómari við réttinn. 

Davíð er 67 ára og var varaforseti við réttinn og hefur sent dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem hann óskar þess að láta af störfum. 

Davíð var prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá 1996 - 2003, við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá 2003-2013 og lagadeild Háskólans í Kaupmannahöfn frá 2014-2016. 

Þá var hann varadómari við EFTA dómstólinn 1996-1999 auk þess að vera dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg 2004-2013.

Þá var hann skipaður landsréttardómari árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert