Ýjar að því að Þórdís hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- …
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Samsett mynd

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir að ekki sé verið að gera athugasemd við skoðun Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, á fyrirhuguðum kaupum Landsbankans á TM, heldur sé athugasemd gerð við ferlið.

Kristrún ýjaði að því að Þórdís hefði ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni með skorti á samskiptum við Bankasýsluna. 

Vill svör um samskipti við Bankasýsluna

„Við þurfum svör við því hver samskipti fjármálaráðherra voru við Bankasýsluna frá því að hún tók við embætti í október. Hér reyndar kom fram í fyrri umræðum að þau hafi í raun verið engin þrátt fyrir eftirlitsskyldu ráðherra,“ sagði Kristrún.

Hún sagði Þórdísi ekki telja sig bera ábyrgð á málinu, en að Umboðsmaður Alþingis telji svo vera og vísaði til álits Umboðsmanns um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Veltir fyrir sér skaðabótaskyldu

Kristrún benti á að greiða þurfi mögulega skaðabætur, falli fyrirhuguð kaup niður:

„Við þurfum að fá svör við því hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir íslenskan almenning að ráðherra og ríkisstjórnin hafi sofið svona stórkostlega á verðinum í þessu mikilvæga máli, sem gæti leitt til skaðabótaskyldu og þar með falið í sér mikinn kostnað fyrir íslenskan almenning.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert