180 m háar með spaða í efstu stöðu

Vindmyllurnar eru vel sýnilegar frá þjóðvegi 1 í Norðurárdal á …
Vindmyllurnar eru vel sýnilegar frá þjóðvegi 1 í Norðurárdal á samsettri mynd úr matsáætlun vegna umhverfismats. Samsett mynd/Hrjónur efh. matsáætlun

Hrjónur ehf. hafa kynnt áform um að reisa vindorkugarð á Grjóthálsi á jörðunum Hafþórsstöðum og Sigmundarstöðum í Borgarbyggð. Matsáætlun vegna umhverfismats hefur verið lögð fram í skipulagsgátt.

Áætlanir sem kynntar voru fyrir nokkrum árum um vindorkugarð á þessu svæði hafa nú verið endurnýjaðar og er nú gert ráð fyrir að fjöldi vindmylla verði á bilinu 10 til 14 og þær verði hærri en áður var ætlað eða um 180 metra háar með spaða í efstu stöðu.

Enn fremur er gert ráð fyrir að afl hverrar vindmyllu verði 6,6 til 7,2 MW og að uppsett heildarafl muni því nema um 66 til 100 MW. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert