360 gráða yfirlitsmyndir sýna nálægðina við innviði

Hörður kveðst vera farinn að þekkja öll örnefnin í nágrenninu.
Hörður kveðst vera farinn að þekkja öll örnefnin í nágrenninu. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Nú er hægt að virða fyrir sér nýja landslagið við Sundhnúkagígaröðina, Svartsengi og Grindavík í 360 gráða yfirlitsmyndum sem Hörður Kristleifsson ljósmyndari hefur sett saman.

Á myndunum tveimur má m.a. sjá nýju hraunbreiðuna og hvernig hraunið rann meðfram varnargörðunum og staðnæmdist skammt frá Suðurstrandarvegi.

„Þetta eru samsettar 25 drónamyndir í eina svona kúlu,“ útskýrir Hörður fyrir blaðamanni þegar hann slær á þráðinn og spyr út í gerð yfirlitsmyndanna. 

Hægt er að skoða myndirnar hér að neðan.

Kann örnefnin utanbókar

Þá má einnig finna hin ýmsu örnefni, sem margir hafa eflaust velt fyrir sér staðsetningunni á við lestur frétta undanfarnar vikur og mánuði.

„Ég er búin að gera svona myndir svo lengi, ég kann þessi örnefni utanbókar.“

Önnur yfirlitsmyndin var tekin við sólarupprás í gær skammt frá Hagafelli. 

Hin yfirlitsmyndin var tekin 17. mars yfir gossprungunni. Sést þar betur hvernig hraunið rann yfir Grindavíkurveg í átt að orkuverinu og Bláa lóninu í Svartsengi.

Mynd tekin 20. mars:

Mynd tekin 17. mars:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert