Ætla að hækka varnargarða

Það verktakateymi sem hefur verið á svæðinu mun byrja á …
Það verktakateymi sem hefur verið á svæðinu mun byrja á þessari vinnu núna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tekin hefur verið ákvörðun um að hækka austasta hluta varnargarða norðan við Grindavík. Ari Guðmunds­son, verk­fræðing­ur hjá Verkís, staðfesti þetta í samtali við mbl.is rétt í þessu.

Vinnan verður sett í gang nú á eftir.

Hraunflæðið er til suðausturs í áttina að suðurstrandarvegi en einnig til vestur í átt að varnargörðunum.

Hraun­flæðið er til suðaust­urs í átt­ina að suður­strand­ar­vegi en einnig …
Hraun­flæðið er til suðaust­urs í átt­ina að suður­strand­ar­vegi en einnig til vest­ur í átt að varn­ar­görðum norðan við Grinda­vík. Kort/mbl.is

Unnið allan sólarhringinn

Ari segir að búið sé að fylgjast með þessu áhlaupi í dag sem kom á varnargarðinn og hefur hraunið tekið upp virka hæð á garðinum. 

Varnargarðurinn verður hækkaður frá innanverðri hliðinni.

„Við byrjum á þessu núna og vinnum í næturvinnu líka. Það verður bara að koma í ljós hvernig gengur. Það þarf að byrja á því að gera leið þarna innanverðu og byrja síðan á hækkuninni,“ segir Ari. 

Þá segir hann óljóst eins og er hvað þessi vinna mun taka langan tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert