Daníel ákærður fyrir brot gegn barni

Kviðdómendur sakfelldu Daníel Gunnarsson fyrir morð í fyrra.
Kviðdómendur sakfelldu Daníel Gunnarsson fyrir morð í fyrra. Ljósmynd/Héraðsdómur Kern-sýslu

Daníel Gunnarsson, Íslendingur sem var í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyr­ir að myrða kærustu sína í maí 2021, hefur nú verið ákærður fyrir meint kynferðisbrot gegn barni.

Hinn 23 ára Daníel á nú yfir höfði sér fjórar kærur fyrir munnmök við barn yngra en 10 ára, fjórar fyrir blygðunarsemisbrot gegn barni yngra en 14 ára og eina kæru fyrir að hafa undir höndum barnaníðsefni, að því er fram kemur í ákæru á vef lögreglunnar í Kern í Kaliforníu en Vísir greindi fyrstur íslenskra miðla frá.

Eins og mbl.is greindi frá í október var Daníel, sem á íslenskan föður, dæmdur til 25 ára fangelsisvistar fyrir að hafa ráðið Katie Phan, kærustu og fyrrverandi bekkjarsystur sína, bana með ísnál.

Hefði sjálfur aldrei snert stúlkuna kynferðislega

Bandaríski miðillinn Bakersfield hefur á eftir lögregluyfirvöldum að brot Daníels hafi beinst að ungri stúlku og átt sér stað á árunum 2016 til 2021.

Hann lét stúlkuna snerta sig kynferðislega og stunda við hana munnmök, samkvæmt viðtölum lögreglunnar við hana sem talin eru upp í skýrslu lögreglu.

Morðinginn Daníel Gunnarsson er grunaður um kynferðisbrot gegn barni..
Morðinginn Daníel Gunnarsson er grunaður um kynferðisbrot gegn barni.. Ljósmynd/Saksóknari í Kern

Í skýrslunni sagði að Daníel hefði sjálfur aldrei snert stúlkuna kynferðislega.

Talinn hafa drepið konuna með ísnál

Daní­el flutti ásamt for­eldr­um sín­um til Ridgecrest í Kali­forn­íu fyr­ir nokkr­um árum. Að morgni 18. maí 2021 fannst hann í bíl­skúr á heim­ili stjúp­föðurs síns með lík Katie Pham við hlið sér, sem hafði þá verið kærasta hans í u.þ.b. mánuð.

Daní­el var dæmd­ur fyr­ir morðið í ág­úst þegar hann var sakfelldur fyrir mann­dráp að yfirlögðu ráði fyr­ir það að hafa myrt Pham auk þess að hafa viðhaft illa meðferð á líki henn­ar í maí 2021. Mun hann þá að hafa veitt henni áverk­ana með 25 senti­metra langri ísnál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert