Einn látinn laus í dag

Þrír eru enn í haldi.
Þrír eru enn í haldi. Samsett mynd

Einn til viðbótar er laus úr haldi vegna mansalsrannsóknar er tengist athafnamanninum Davíði Viðarssyni, eða Quang Lé eins og hann er einnig kallaður. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, staðfestir þetta við mbl.is. Greint var frá því í morgun að tveimur öðrum hefði verið sleppt úr haldi í gær.

Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi – Davíð Viðarsson, kærasta hans og bróðir, samkvæmt heimildum Rúv.

Gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út á þriðjudag. Enn hafa níu hafa réttarstöðu sakbornings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert