Ekkert landris en gæti flætt yfir varnargarða

Flæði frá eldgosinu er stöðugt.
Flæði frá eldgosinu er stöðugt. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að landris mælist ekki á á Svartsengissvæðinu og umhverfis kvikuganginn. Ekki er þó hægt að lýsa því yfir að landris hafi stöðvast fyrr en mælingar yfir lengra tímabil hafa farið fram. 

„Hreyfingar eru það litlar að ekki sjást martækar breytingar milli daga. Það þarf því nokkra daga til viku af mælingum til að meta hvort landris er enn í gangi við Svartsengi. Þó er ljóst strax að kvika sem áður safnaðist undir Svartsengi og olli landrisi er nú að mestu leyti að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Salóme Jórunn Bernharðsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Jákvætt að hafa fyrirsjánleika 

Að sögn Salóme Jórunnar Bernhardsdóttur, náttúrvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, er hraunflæðið til suðausturs í áttina að Suðurstrandarvegi, en einnig til vestur í átt að varnargörðum norðan við Grindavík.  

„Það að landris mælist ekki gefur til kynna að efnið sem er að koma upp og væri að safnast fyrir í Svartsengi er að fæða eldgosið og ekki meira efni að byggjast upp undir Svartsengi. Þetta er kannski jákvætt í þeim skilningi að við getum ekki búist við öðru kvikuhlaupi á meðan. Hraunið er að safnast upp í kringum gígana og hraunbunkarnir eru farnir að hreyfa sig í áttina að varnargörðunum. Það gæti gerst að hraunið fari yfir þá og það getur farið í áttina að Grindavíkurvegi sunnanmegin við Þorbjörn eða að Suðurstrandarvegi. En það er meiri fyrirsjáanleiki á meðan það gýs,“ segir Salóme. 

Hraunflæðið er til suðausturs í áttina að suðurstrandarvegi en einnig …
Hraunflæðið er til suðausturs í áttina að suðurstrandarvegi en einnig til vestur í átt að varnargörðum norðan við Grindavík. Kort/mbl.is




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert