Hviður á Vestfjörðum allt að 35 m/s

Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum verður í gildi til klukkan 18 …
Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum verður í gildi til klukkan 18 í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Víða á Vestfjörðum er stórhríð, 20 til 25 metrar á sekúndu með hviðum upp á allt að 35 m/s. Hægari vindur er aftur á móti í Dölunum.

Að sögn Marcel de Vries, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, er ástandið á fjallvegum mjög slæmt. Snjókoma er víða með litlu skyggni.

Vatnsfjarðarháls nú á tólfta tímanum.
Vatnsfjarðarháls nú á tólfta tímanum. Ljósmynd/Vegagerðin

Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, sem tók gildi í morgun, verður í gildi til klukkan 18 í kvöld en fyrst átti hún að gilda til klukkan 2 í nótt. Í staðinn verður gul viðvörun þar til hádegis á morgun.

Búast má við áframhaldandi snjókomu á svæðinu en það dregur úr henni seint á morgun.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert