Íbúar landsins rúmlega 383 þúsund samkvæmt nýju mati

Samkvæmt nýjum reikniaðferðum hefur mannfjöldi á Íslandi verið ofreiknaður um …
Samkvæmt nýjum reikniaðferðum hefur mannfjöldi á Íslandi verið ofreiknaður um rúm 15 þúsund. mbl.is/Hari

Hagstofan hefur gefið út nýtt mat á mannfjölda á Íslandi og er hann nú talinn 383.726. Segir að íbúum hafi fjölgað um 8.508 manns frá 1. janúar 2023, eða um 2,3%

Í tilkynningu segir Hagstofa Íslands sig hafa endurbætt aðferð sína við útreikning á mannfjölda.

Rúmlega 15 þúsund færri með nýrri aðferð

Fram til þessa hefur sá reikningur byggt á skráningu lögheimilis í þjóðskrá, en ný aðferð byggir á breiðari grunni opinberra gagna svo sem skattagögnum og nemendagögnum auk þjóðskrár. Samkvæmt uppfærðum útreikningi voru íbúar landsins 15.245 færri en fyrri aðferð hafi gefið til kynna.

Hagstofan birtir frekari gögn um samsetningu þjóðarinnar. Karlar eru nú 196.552 og því nokkuð fleiri en konur sem eru 187.015. Þeir sem segjast kynsegin eða annað telja 159.

Aldraðir aldrei fleiri 

Athygli vekur að hlutfall aldraðra í samsetningu þeirra sem hér búa hefur aldrei verið hærra og stendur nú í 26%

Á landinu í heild fjölgaði fólki mest á Suðurnesjum og Suðurlandi, þar sem fjölgaði um 4,1% á síðasta ári. Alls staðar á landinu varð fólksfjölgun, þótt minnst hafi hún verið á Norðurlandi vestra, eða aðeins um 47 einstaklinga eða 0,6% Fámennustu sveitarfélögin á landinu eru Tjörneshreppur og Skorradalshreppur með 52 íbúa hvort.

Pólverjar fjölmennastir erlendra ríkisborgara

Þegar skoðaður er fjöldi erlendra ríkisborgara hér á landi þá er fólk með pólskt ríkisfang þeirra fjölmennast eða 22.693.

Erlendir ríkisborgarar eru áberandi fjölmennir á Suðurnesjum, þar sem þeir telja 26,8% heildarmannfjölda landssvæðisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert