Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust um 9,9% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum borið saman við sama tímabil fyrra árs.
Ráðstöfunartekjur á mann numu rúmlega 1,4 milljónum króna á ársfjórðungnum og jukust um 7,5% frá sama tímabili í fyrra, að sögn Hagstofu Íslands.
Að teknu tilliti til verðlagsþróunar dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann saman um tæp 0,4% á tímabilinu en vísitala neysluverðs hækkaði um 7,9% á sama tímabili.