Kynna 112 nýjar íbúðir í Fellahverfi

Dæmi um raðhúsabyggð Í Fellagörðum.
Dæmi um raðhúsabyggð Í Fellagörðum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Byggðar verða 112 nýjar íbúðir í Fellagörðum í Breiðholtinu. Fallið hefur verið frá áætlun um námsmannaíbúðir og þess í stað verður lögð áhersla á fjölbreytilegt húsnæði. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar þar sem endurhönnun á deiliskipulagi er kynnt. 

Á myndinni má sjá endurhönnun á deiliskipulaginu þar sem græn svæði eru ríkjandi og núverandi byggðamynstri fylgt á svæðinu.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

75 nýjar íbúðir í hverfiskjarnann

Byggðar verða 75 nýjar íbúðir á efri hæðum og í viðbyggingu við kjarnann í Völvufelli.

Hæsta byggingin verður 5 hæðir ásamt jarðhæð/kjallara. Á jarðhæðum verða verslanir og þjónusta í hverfiskjarnanum. 

Staðsetning fjölbýlishúsanna er sögð líkleg til að styrkja hverfiskjarnann enn frekar. 

Ofanábygging við Drafnarfell sést hér.
Ofanábygging við Drafnarfell sést hér. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Fjölbreytt byggð

Í neðra hluta skipulags verða 37 íbúðir; 24 íbúðir í raðhúsum, 12 íbúðir og fjölbýli og eitt einbýli/dagheimili ásamt fjölskyldumiðstöð/miðstöð barna.

Göngustígur í raðhúsabyggð í Fellagörðum.
Göngustígur í raðhúsabyggð í Fellagörðum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Lóð leikskólans verður stækkuð og færð neðar og er gert ráð fyrir 10 deilda leikskóla þar.

Byggingarreiturinn er rúmur sem gefur mikið svigrúm fyrir hönnun og úrlausn í fyrirhugaðri leikskólasamkeppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert