Óvissa um ársreikninga ríkisfyrirtækja

Íslandspóstur.
Íslandspóstur. mbl.is/Hari

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi áritaði ársreikninga tveggja opinberra hlutafélaga, Íslandspósts og Isavia, án áritunar löggilts endurskoðanda. Ársreikningana áritaði hann með endurskoðunaráritun þar sem fram kemur að endurskoðað hafi verið í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Þetta er breyting frá ársreikningi ársins á undan en í ársreikningi 2022 var að finna tvær áritanir.

Félag löggiltra endurskoðenda (FLE) hefur sent félagsmönnum sínum tölvupóst sem Morgunblaðið hefur undir höndum, þar sem stjórn félagsins segist telja að það fáist ekki staðist að ríkisendurskoðandi áriti ársreikninga Íslandspósts og Isavia með þeim hætti sem hann gerir, enda sé hann ekki löggiltur endurskoðandi.

Þá hefur Endurskoðendaráð málið til skoðunar, en hlutverk ráðsins er meðal annars að hafa eftirlit með því að endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki ræki störf sín í samræmi við ákvæði laga um endurskoðendur og endurskoðun.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka