Starfsmaður Bláa Lónsins leitaði á sjúkrahús í gær í kjölfar þess að hafa fundið fyrir einkennum gaseitrunar af völdum eldgossins við Sundhnúkagígaröðina.
Rúv greinir frá en í samtali við miðilinn segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, að hann viti ekki til þess að fleiri hafi veikst.
Lögreglan hafi varið á vettvang í Bláa lóninu upp úr hádegi til að taka út aðstæður og mun öryggisstjóri aðgerða í Grindavík funda með forsvarsmönnum Bláa lónsins.
Í umfjöllun ríkisútvarpsins segir að ekki hafi fengist upplýsingar um heilsufar starfsmannsins.