Þarna mun hraunið líklega breiða úr sér

Hraun heldur áfram að flæða úr gosinu.
Hraun heldur áfram að flæða úr gosinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hraun sem flæðir úr eldgosinu við Sundhnúkagíga er nálægt því að ná kjörlengd sinni, þar sem það teygir úr sér í Melhólsnámunni norður af Grindavík.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands, en eldfjallafræðingarnir Þorvaldur Þórðarson og Ármann Höskuldsson eru á meðal þeirra sem halda henni úti.

Hraunið mun breiða úr sér 

Bent er á að virki hraunjaðarinn sé í um tveggja kílómetra fjarlægð frá gígunum.

Ef hraunið hefur náð kjörlengd og rennslið heldur áfram á þessum stað þá mun hraunið breiða úr sér á þessum stað án þess að lengjast mikið, segir þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert