Vafi um kjörgengi frambjóðanda Röskvu

Rakel Anna Boulter, frambjóðandinn sem um ræðir, kýs að tjá …
Rakel Anna Boulter, frambjóðandinn sem um ræðir, kýs að tjá sig ekki um málið. Dagmar Óladóttir, varaforseti SHÍ og fulltrúi Röskvu í ráðinu, segir að Röskva muni ekki tjá sig um málið. mbl.is//Sigurður Bogi

Fram­bjóðandi Röskvu til Há­skólaráðs í stúd­entaráðskosn­ing­um sem nú standa yfir er sakaður um að vera ókjörgeng­ur. Fram­bjóðand­inn sem um ræðir er for­seti stúd­entaráðs, Rakel Anna Boulter.

Ar­ent Orri J. Claessen, formaður Vöku, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að Vaka hafi sent kjör­stjórn er­indi um það.

mbl.is náði tali af Mika­el Berg Stein­gríms­syni, for­manni kjör­stjórn­ar. „Kjör­stjórn hef­ur borist er­indi frá ann­arri fylk­ing­unni,“ seg­ir Mika­el og bæt­ir við að kjör­stjórn sé með málið til skoðunar. Hann kýs að tjá sig ekki nán­ar um málið.

Rakel er ekki skráð til náms í Há­skóla Íslands á yf­ir­stand­andi skóla­ári, að sögn Ar­ents. Aðeins þeir sem skráðir hafa verið í há­skól­ann á yf­ir­stand­andi skóla­ári eru kjörgeng­ir.

Röskva tjá­ir sig ekki um málið

Rakel Anna Boulter, fram­bjóðand­inn sem um ræðir, kýs að tjá sig ekki um málið. Dag­mar Óla­dótt­ir, vara­for­seti SHÍ, seg­ir að Röskva muni ekki tjá sig um málið, þar sem það sé á borði kjör­stjórn­ar, og vís­ar á kjör­stjórn.

Er það rétt að hún [Rakel] sé ekki kjörgeng?

„Við erum meðvituð um málið en ætl­um ekki að tjá okk­ur meira. Það er bara kjör­stjórn sem þarf að svara,“ seg­ir Dag­mar.

Er hægt að svara því hvort að hún [Rakel] sé skráð í há­skól­ann á yf­ir­stand­andi há­skóla­ári?

„Ekki eins og er, þú verður að beina þessu til kjör­stjórn­ar,“ seg­ir Dag­mar.

Ekki skráður sem nem­andi á Ugl­unni

Spurður hvað Vaka hafi und­ir hönd­um sem bendi til þess að Rakel sé ekki skráð í há­skól­ann á yf­ir­stand­andi skóla­ári seg­ir Ar­ent:

„Hver nem­andi hef­ur aðgang að Ugl­unni þar sem hægt er að fletta upp þeim sem eru í námi. Það er ekki hægt að fletta henni upp neins staðar,“ seg­ir Ar­ent.

Hann seg­ir enn frem­ur að Rakel sé titluð sem bók­mennta­fræðing­ur, ekki stúd­ent. Ar­ent von­ast til þess að kjör­stjórn kom­ist að niður­stöðu sem allra fyrst.

Kosn­ing­arn­ar tví­skipt­ar

Kosn­ing­ar til stúd­entaráðs eru tví­skipt­ar. Ann­ars veg­ar er kosið í stjórn stúd­entaráðs og hins veg­ar er kosið um tvo full­trúa nem­enda í Há­skólaráði, æðsta stjórn­valdi há­skól­ans.

Ákvæði um kjörgengi til há­skólaráðs er að finna í b.-lið 31. gr. samþykkta Stúd­entaráðs.

„Kosn­inga­rétt og kjörgengi til há­skólaráðs hafa all­ir sem skráðir hafa verið til náms við Há­skóla Íslands á yf­ir­stand­andi skóla­ári“.

Telja mögu­legt að fram­boðslist­inn í heild sé ókjörgeng­ur

Í minn­is­blaði sem Vaka sendi á kjör­stjórn kem­ur fram að á fram­boði til há­skólaráðs skuli vera fram­boðslist­ar, sem sam­an­standa af fjór­um fram­bjóðend­um. Vaka ber það fyr­ir sig að þar sem einn fram­bjóðandi er ókjörgeng­ur hljóti fram­boðslisti Röskvu í heild sinni að vera ókjörgeng­ur. Það sé vegna þess að aðeins þrír fram­bjóðend­ur eru til fram­boðs, ekki fjór­ir eins og samþykkt­ir kveða á um.

„Auk­in­held­ur, hljóta áhrif­in að vera þau að list­inn sem slík­ur telj­ist ókjörgeng­ur, þar sem hann upp­fyll­ir ekki skil­yrði samþykkt­anna til kjörgeng­is, jafn­vel þó þrír fram­bjóðend­ur njóti kjörgeng­is, enda er þá ekki um fram­boðslista með fjór­um fram­bjóðend­um að ræða, sbr. áður­nefnd­um c.-liðar 31. gr. samþykkt­anna,“ seg­ir í minn­is­blaði Vöku sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um.

Kosn­ing­arn­ar hafa verið í um­fjöll­un und­an­farna daga vegna há­værr­ar umræðu um bíla­stæðagjöld og rekst­ur Fé­lags­stofn­un­ar stúd­enta. Kosn­ing­in hófst í gær og lýk­ur kl 18:00 í dag.

Upp­fært klukk­an 14.03

Í upp­haf­legri fyr­ir­sögn sagði að Röskva kysi ekki að tjá sig. Til­kynn­ing hef­ur borist frétta­stofu frá Röskvu þar sem Röskva tjá­ir sig og staðfest­ir að Rakel sé ekki kjörgeng. 

„Um til­nefn­ing­ar SHÍ til há­skólaráðs HÍ gilda ákvæði IX. kafla laga SHÍ, sem aðgengi­leg eru á heimasíðu ráðsins. Þar kem­ur fram, í b-lið 31. gr., að kjörgengi til há­skólaráðs hafi all­ir sem skráðir hafa verið til náms við Há­skóla Íslands á yf­ir­stand­andi skóla­ári. Rakel Anna Boulter hef­ur ekki verið skráður nem­andi við Há­skóla Íslands síðan á vorönn 2023 og er því ekki kjörgeng til þess­ara kosn­inga. Mis­tök hafa átt sér stað þar sem þessi brest­ur kjörgeng­is var eng­um ljós fyrr en á öðrum degi kosn­inga, 21. mars 2024,“ seg­ir meðal ann­ars í til­kynn­ingu frá Röskvu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert