Víða er blint á fjallvegum

Holtavörðuheiði.
Holtavörðuheiði. mbl.is/Gúna

Víða er blint og eru erfið akstursskilyrði á fjallvegum um norðvestanvert landið í dag. Útlit fyrir að það hvessi ekki á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku fyrr en annað kvöld.

Snjóþekja og éljagangur er á Holtavörðuheiði og krapi á Bröttubrekku. Víða er krapi, hálka eða hálkublettir á Snæfellsnesi en þæfingsfærð á milli Grundarfjarðar og Vatnaleiðar, að sögn Vegagerðarinnar.

Súðavíkurhlíð.
Súðavíkurhlíð. mbl.is/Sigurður Bogi

Óvissustig er á Flateyrarvegi og í Súðarvíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Einnig er óvissustig á Siglufjarðarvegi vegna snjóflóðahættu.  

Hvasst er í Öræfum og verða hviður þar um 35 m/s í á milli klukkan 12 og 18 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert