Bjóða út lóðir á Vatnsendahæð

Mikið útsýni verður frá fyrirhugaðri íbúðabyggð.
Mikið útsýni verður frá fyrirhugaðri íbúðabyggð. Teikning/Nordic arkitektar

Kópavogsbær áformar að hefja uppboð á lóðum í Vatnsendahvarfi eftir páska.

Hjördís Ýr Johnson, formaður skipulagsráðs Kópavogs, segir að í fyrstu lotu verði boðnar út lóðir undir nokkur fjölbýlishús. Markmiðið sé að fá trausta verktaka til verksins en hver geti fengið tiltekið hámark lóða úthlutað í þessari lotu.

„Við erum að ljúka við úthlutunarreglurnar sem verða teknar fyrir á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn kemur. Lóðir á svæðinu verða boðnar út í áföngum,“ segir Hjördís Ýr. Í fyrsta áfanga verði boðnar út lóðir undir fjölbýlishús með nokkrum tugum íbúða. Samanlagt verði um 500 íbúðir í hverfinu fullbyggðu og gert ráð fyrir blandaðri byggð einbýlishúsa, raðhúsa og fjölbýlishúsa og búsetukjarna fyrir fatlað fólk.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert