Dauðsföllunum fjölgað um 100%

Valgerður Á. Rúnarsdóttir.
Valgerður Á. Rúnarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Svört skýrsla frá Ríkisendurskoðun um ópíóíðalyfjanotkun á Íslandi hefur strax valdið því að ráðuneytið hefur skipað starfshóp til að leita lausna. Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, segir þetta góðar fréttir en vissulega verði heilbrigðisráðuneytið að hafa virka stefnu í þessum málum.

„Heilbrigðisráðuneytið gerir samning við SÁÁ í gegnum sjúkratryggingar um heilbrigðisþjónustu vegna fíknisjúkdóma, þ. á m. ópíóíðafíknar. Við höfum svarað eftirspurn með viðhaldsmeðferð þó að samningurinn sé löngu sprunginn,“ segir Valgerður.

Nú tala margir um að ópíóíðafaraldur sé að hefjast á Íslandi en þegar litið er til landa eins og Bandaríkjanna hefur ópíóíðafíkn verið stærsta eiturlyfjavandamálið. „Þar er vandi vegna verkjalyfja annars vegar, eins og hér, en hins vegar er þar gífurlegt magn af ólöglegu fentanýli. Um 292 dauðsföll í Bandaríkjunum á dag eru vegna lyfjaeitrana, mest vegna ólöglegs fentanýls,“ segir Valgerður.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert