Bandalag háskólamanna (BHM) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) telja óbreytt styrkjakerfi námsmanna auka ójöfnuð milli ungs fólks og eldri kynslóða sem nutu vaxtaniðurgreiðslna. Þá furða þau sig jafnframt á „metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar“ eftir tveggja ára samráð um bætt námslánakerfi.
Þetta kemur fram í tilkynningu.
Samtökin hafa nú sent umsögn í samráðsgátt stjórnvalda vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um námslánakerfið. Kalla þau eftir því að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða til að liðka fyrir kjarasamningum.
Í umsögn BHM og LÍS er kallað eftir 25% niðurfellingu á höfuðstól eftir hverja önn og 15% niðurfellingu við námslok. Fara samtökin jafnframt fram á að ábyrgðamannakerfið verði afnumið að fullu.
Þá kalla samtökin eftir eftirfarandi umbótum í kerfinu til lengri tíma: