Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera íhuga að bjóða sig fram til forseta Íslands.
„Ég er að hugsa þetta. Og ég get sagt að núna þá eru meiri líkur en minni að ég muni gera alvöru úr þessu og bjóða mig fram.“
Þetta sagði Jón í skemmtiþættinum Vikunni með Gísla Marteini á Rúv í kvöld, þar sem Jón var einn gesta.
„Þetta er alveg rosalega stór ákvörðun þegar þú ferð að hugsa þetta,“ sagði Jón. „Að sækjast eftir því að verða forseti, þetta er svolítið eins og að ganga í klaustur,“ bætti hann við.
„Þú ert ekki forseti níu til fimm. Þú stimplar þig ekki út klukkan fimm og ferð svo í Kringluna bara. Þetta er bara eins og að vera Elton John.“
Þetta sé því stór ákvörðun sem hann viji hugsa mjög vandlega.