Ósáttur með fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM

Samsett mynd/mbl.is/Hjörtur/Eggert

Fyr­ir­huguð kaup Lands­bank­ans á TM af Kviku banka fara þvert gegn eig­enda­stefnu rík­is­ins. Nær hefði verið að skoða slík viðskipti eft­ir að hlut­ur rík­is­ins í Íslands­banka væri að fullu seld­ur.

Þetta seg­ir Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi fyr­ir há­degi.

„Í ein­föld­ustu máli þá tel ég að það sé þvert gegn eig­enda­stefn­unni okk­ar og þeirri póli­tísku stefnu­mörk­un sem hef­ur verið unnið eft­ir á und­an­förn­um árum að ríkið sé að auka við um­svif sín á fjár­mála­markaði. En það er það sem leiðir að því að Lands­bank­inn kaupi Trygg­inga­miðstöðina. Að því leyt­inu til er ég ósátt­ur með þetta,“ seg­ir Bjarni.

Hefði frek­ar átt að koma til skoðunar eft­ir söl­una á Íslands­banka

Bjarni seg­ir að frek­ar ætti að skoða svona viðskipti seinna meir, þegar búið væri að klára sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka og jafn­vel eft­ir að búið væri að selja ein­hvern hlut rík­is­ins í Lands­banka. Hann seg­ir engu máli breyta hvort að viðskipt­in sem slík séu met­in viðskipta­lega hag­kvæm af stjórn­end­um bank­ans.

„Það eru þá bara viðskipti sem hefðu átt að koma til skoðunar þegar við erum kom­in lengra með að fram­fylgja eig­enda­stefn­unni, selt Íslands­banka. Og síðan í kjöl­farið hefði ég viljað sjá að ríkið myndi líka ein­göngu halda eft­ir mynd­ar­leg­um hlut í Lands­bank­an­um en að öðru leyti losa sig út úr þeim rekstri.“

Ekk­ert að því að það sér rætt um póli­tík­ina“

Spurður hvort að hann viti til þess að fjár­málaráðherra eða rík­is­stjórn­in geti að ein­hverju leyti beitt sér gegn því að viðskipt­in nái fram að ganga seg­ir Bjarni það ekki liggja fyr­ir.

„Nú er málið ekki beint á mínu borði og er í þess­um far­vegi og maður bíður eft­ir niður­stöðu úr þeirri vinnu. Það eru ef­laust lög­fræðileg álita­mál sem þarf að greiða úr. En sam­hliða því að það eru ein­hver lög­fræðileg úr­lausn­ar­efni að þá er ekk­ert að því að það sér rætt um póli­tík­ina sem er að baki,“ seg­ir Bjarni.

Gert ráð fyr­ir því að selja hlut í Lands­bank­an­um í eig­enda­stefn­unni

Hann seg­ir að það þurfi að liggja fyr­ir hver póli­tíski vilj­inn sé í þessu máli, hvernig menn sjái fyr­ir sér að þróa fjár­mála­markaðinn á Íslandi og hvert um­fang rík­is­ins eigi að vera á þeim markaði.

„Mér finnst menn oft á tíðum líta til Norður­land­anna í sam­an­b­urði en Norður­lönd­in eru ólík inn­byrðis. Til dæm­is er danska ríkið ekk­ert inn í banka­rekstri. Þó að Norðmenn eigi mynd­ar­leg­an hlut í DNB þá eru þeir ekki meiri­hluta eig­end­ur þar, held­ur halda bara ráðandi hlut til þess að tryggja meðal ann­ars að höfuðstöðvar bank­ans verði til lengri tíma í Nor­egi,“ seg­ir Bjarni og bæt­ir við:

„Það er sama hugs­un og við vor­um með í huga þegar við skrifuðum inn í eig­enda­stefn­una að til lengri tíma sé gert ráð fyr­ir því að ríkið eigi mynd­ar­leg­an hlut í Lands­bank­an­um, þó það sé ekki meiri­hluta eign­ar­hlut­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert