Tveir bílar skullu saman á Suðurlandsbraut

Slökkvibíll og sjúkrabíll eru á leiðinni á staðinn að sögn …
Slökkvibíll og sjúkrabíll eru á leiðinni á staðinn að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir bílar lentu saman á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar nú á fimmta tímanum og eru þeir kyrrstæðir úti á miðri götu.

Slökkvibíll og sjúkrabíll eru á leið á vettvang að sögn varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Enginn er talinn vera alvarlega slasaður og er því ekki um forgangsverkefni að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert