Vaka bar sigur úr býtum

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, bar sigur úr býtum í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í nótt. Vaka hlaut níu fulltrúa á móti átta fulltrúum Röskvu, samtaka félagshyggjufólks.

Röskva hefur farið með formennsku í Stúdentaráði síðan árið 2017.

Heildarkjörsókn til Háskólaráðs var 28,06% og heildarkjörsókn til Stúdentaráðs 31.11%, að því er segir í tilkynningu frá kjörstjórn. 

  • Hugvísindasvið - kjörsókn 23,54%
  • Félagsvísindasvið - kjörsókn 34,85%
  • Menntavísindasvið - kjörsókn 22,68%
  • Verkfræði- og náttúruvísindasvið - kjörsókn 41,50%
  • Heilbrigðisvísindasvið - kjörsókn 39,14%

Eftirfarandi einstaklingar komust inn:

Háskólaráð

Andri Már Tómasson (Röskva)

Viktor Pétur Finnson (Vaka)

Varamenn:

Gréta Dögg Þórisdóttir (Röskva)

Sigurbjörg Guðmundsdóttir (Vaka)

Félagsvísindasvið

Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)

Katla Ólafsdóttir (Röskva)

Ragnheiður Geirsdóttir (Vaka)

Birkir Snær Brynleifsson (Vaka)

Patryk Lúkasi Edel (Röskva)

Heilbrigðisvísindasvið

Kristrún Vala Ólafsdóttir (Röskvu)

Tinna Eyvindardóttir (Vaka)

Eiríkur Kúld Viktorsson (Vaka)

Menntavísindasvið

Gunnar Ásgrímsson (Vaka)

Magnús Bergmann Jónasson (Röskva)

Ásthildur Bertha Bjarkadóttir (Vaka)

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Kristín Fríða Sigurborgardóttir (Röskva)

Jóhann Almar Sigurðsson (Vaka)

Ester Lind Eddudóttir (Röskva)

Hugvísindasvið

Ísleifur Arnórsson (Röskva)

Sóley Anna Jónsdóttir (Röskva)

Anna Sóley Jónsdóttir (Vaka)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert