„Ekki á minni vakt“

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Innleiðing tilskipunar Evrópusambandsins um hreinsun skólps frá þéttbýli, sem er væntanleg frá reglusmiðunum í Brussel, yrði gíðarlega kostnaðarsöm fyrir Ísland ef til hennar kæmi. Áætlað er að heildarkostnaður við uppbyggingu fráveitna í landinu, í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í væntanlegri tilskipun, myndi nema á bilinu 97 til 159 milljörðum króna.

„Ég vakti athygli ríkisstjórnar og þingnefnda á þessu máli, því þetta er nokkuð sem við getum ekki gert. Við þurfum að verjast þessu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í samtali við Morgunblaðið, spurður hvort til standi að innleiða þetta regluverk í íslenskan rétt.

„Ég hef lagt á það áherslu að við gætum hagsmuna okkar í EES-samstarfinu,“ segir hann og nefnir að þegar hann gegndi embætti utanríkisráðherra hafi fulltrúum ráðuneytanna verið fjölgað í Brussel til að skerpa á hagsmunagæslu fyrir Íslands hönd.

„Við getum ekki fallist á þetta. Þetta verður ekki samþykkt á minni vakt,“ segir Guðlaugur Þór, enda aðstæður hér aðrar en á meginlandi Evrópu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert