„Ekki á minni vakt“

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Inn­leiðing til­skip­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins um hreins­un skólps frá þétt­býli, sem er vænt­an­leg frá reglu­smiðunum í Brus­sel, yrði gíðarlega kostnaðar­söm fyr­ir Ísland ef til henn­ar kæmi. Áætlað er að heild­ar­kostnaður við upp­bygg­ingu frá­veitna í land­inu, í sam­ræmi við þær kröf­ur sem gerðar eru í vænt­an­legri til­skip­un, myndi nema á bil­inu 97 til 159 millj­örðum króna.

„Ég vakti at­hygli rík­is­stjórn­ar og þing­nefnda á þessu máli, því þetta er nokkuð sem við get­um ekki gert. Við þurf­um að verj­ast þessu,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið, spurður hvort til standi að inn­leiða þetta reglu­verk í ís­lensk­an rétt.

„Ég hef lagt á það áherslu að við gæt­um hags­muna okk­ar í EES-sam­starf­inu,“ seg­ir hann og nefn­ir að þegar hann gegndi embætti ut­an­rík­is­ráðherra hafi full­trú­um ráðuneyt­anna verið fjölgað í Brus­sel til að skerpa á hags­muna­gæslu fyr­ir Íslands hönd.

„Við get­um ekki fall­ist á þetta. Þetta verður ekki samþykkt á minni vakt,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór, enda aðstæður hér aðrar en á meg­in­landi Evr­ópu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert