„Ísland fordæmir harðlega hryðjuverkaárásina í Moskvu í gærkvöldi sem kostuðu svo marga saklausa borgara lífið.“
Þetta segir í yfirlýsingu Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á samfélagsmiðlinum X.
Iceland strongly condemns the terrorist attacks in Moscow last night which claimed the lives of so many innocent civilians. Our thoughts are with the victims and their families, and with the people of Russia.
— President of Iceland (@PresidentISL) March 23, 2024
„Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra og íbúum Rússlands,“ segir enn fremur.
Hryðjuverkaárás var gerð á Crocus City-tónleikahöllina í Moskvu í gærkvöldi með þeim afleiðingum að minnst 133 létu lífið. Búist er við að tala látinna muni hækka enn frekar.