Vegurinn yfir Holtavörðuheiði er lokaður vegna veðurs.
Búið er að opna Laxárdalsheiði og Bröttubrekku ef vegfarendur vilja nota þá leið sem hjáleið.
Frá þessu er greint á vef Vegagerðarinnar umferdin.is.
Unnið er að því að blása á veginum en þar eru fastir flutningabílar og mikill snjór.
Ólíklegt þykir að hægt verði að opna veginn fyrir hádegi en stefnt er að því að hann verði opnaður síðar í dag.
Margir vegir eru ófærir eða lokaðir eftir nóttina en víðast hvar er mokstur hafinn.
„Við biðjum vegfarendur um að bíða þess að vegir opni áður en lagt er á þær leiðir, því annars geta orðið tafir á opnun, lendi fólk í vandræðum.“