Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttarinnar, er á lista yfir frambjóðendur sem safna meðmælum fyrir komandi forsetakosningar.
Frambjóðendur eru nú orðnir 41 talsins en hver þeirra þarf að safna meðmælum frá að minnsta kosti 1.500 kosningabærum mönnum og í mesta lagi 3.000.
Auk þess verður frambjóðandi til forsetakosninga að hafa óflekkað mannorð skv. 1. mgr. 34. gr. stjórnarskrárinnar en Margrét var dæmd í héraðsdómi fyrir meiðyrði í garð Semu Erlu Serdar.
Landsréttur sneri dóminum og sýknaði hana af kröfum ákæruvaldsins líkt og ítarlega var fjallað um haustið 2023.