Sérsveitin kölluð til við Hagkaup

Aðgerðirnar voru á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Aðgerðirnar voru á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vopnaðir sérsveitarmenn voru kallaðir að verslun Hagkaupa í Skeifunni í gærkvöld vegna tilkynningar um mann sem sagður var vopnaður hnífi í versluninni.

Þetta hefur Vísir eftir Helenu Rós Sturludóttur, samskiptastjóra Ríkislögreglustjóra.

Helena segir að aðgerðirnar hafi verið á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Uppfært kl 8:28: Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að tilkynning hafi borist um ógnandi mann með tvo hnífa á lofti. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert