Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu.
Ástæðan er sú að stofnuninni hafa borist myndbönd af alvarlegum atvikum við þjálfunina. Þá hafi vísbendingar komið fram við eftirlit MAST í gær.
Í tilkynningu MAST segir að starfsemin verði stöðvuð á meðan ítarlegri rannsókn fer fram og þar til kröfur til úrbóta verði uppfylltar.