Fyrr í dag var greint frá því að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tæki sæti á Alþingi á ný í samkvæmt tilkynningu á vef Alþingis.
Svandís er þó enn í veikindaleyfi þrátt fyrir umrædda tilkynningu. Þetta staðfestir Iðunn Garðarsdóttir aðstoðarmaður Svandísar.
Um er að ræða tilkynningu sem birtist sjálfkrafa á vef Alþingis þegar þingið fer í páska- og sumarleyfi, að sögn Iðunnar. Næsti þingfundur er áætlaður 8. apríl.
Svandís greindi frá því 22. janúar að hún væri komin í veikindaleyfi eftir að hafa greinst með krabbamein í brjósti.