Þúsund manns á Snocross-móti á Dalvík

Fjórða umferð Íslandsmótsins í snocross fer fram á Dalvík í …
Fjórða umferð Íslandsmótsins í snocross fer fram á Dalvík í dag. Yfir þúsund manns sækja mótið. Ljósmynd/Aðsend

Íslandsmeistaramótið í Snocross fer fram um þessar mundir á Dalvík. Mótið á Dalvík er fjórða umferðin af fimm í keppninni til Íslandsmeistara.

Yfir þúsund manns sækja mótið og segir Freyr Antonsson, formaður Miðgarðs, umgjörðina um mótið flotta og stemminguna vera gríðarlega. 

Þúsund manns sækja mótið sem Miðgarður, akstursíþróttafélag á Dalvík, heldur.

Við fiskvinnsluna á Dalvík.
Við fiskvinnsluna á Dalvík. Ljósmynd/Aðsend

Komu upp mathöll á Dalvík

„Við erum búin að skapa flotta umgjörð um mótið norðan við fiskvinnslu Samherja og erum búin að vera að safna snjó hérna úr bænum í einhverjar vikur, þannig það er fullt af snjó,“ segir Freyr. 

Veitingaaðilar á Dalvík hafa komið upp svonefndri Mathöll Miðgarðs í matsalnum í fiskvinnsluhúsi Samherja:

„Þar eru fjórir veitingaaðilar, þannig það er bara flott umgjörð utan um þetta og gríðarleg stemming,“ segir hann. 

Áhorfendur fylgjast með keppninni.
Áhorfendur fylgjast með keppninni. Ljósmynd/Aðsend

Fjórða umferð mótsins fer fram á Dalvík en fimmta og síðasta umferðin fer fram á Egilsstöðum 13. apríl.

Hér að neðan má fylgjast með mótinu í beinni útsendingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka