Allar lóðirnar á Flúðum farnar

Slegist var um lóðirnar.
Slegist var um lóðirnar. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við erum afar ánægð. Þetta fór fram úr mínum björtustu vonum,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi.

Mikill áhugi var á lóðum við nýja götu á Flúðum þegar þær voru auglýstar fyrir skemmstu. Á dögunum var öllum lóðum við Loðmundartanga úthlutað á fundi sveitarstjórnar. Á fundinum kom í ljós að 37 umsóknir voru um 13 lóðir og þurfti að draga á milli umsækjenda.

Um var að ræða tvö raðhús, sex parhús og tvö einbýlishús við Loðmundartanga en einnig var úthlutað einni lóð fyrir iðnaðarhúsnæði og tveimur einbýlishúsalóðum við Túngötu. Þær tvær síðastnefndu eru skammt frá sundlauginni í bænum og rúma stór hús á tveimur hæðum að sögn Aldísar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka