Ekkert gert án samþykkis

Óskaland.
Óskaland. mbl.is/Sigurður Bogi

Vinnubrögð sveitarstjórnar Hveragerðis eru harðlega gagnrýnd af sveitarstjórn Ölfuss í máli er varðar stofnframkvæmd við leikskólann Óskaland. Leikskólinn er í eigu beggja sveitarfélaga en þrátt fyrir það samþykkti meirihluti sveitarstjórnar Hveragerðis þann 8. febrúar að undirrita samning við byggingaraðila um viðbyggingu, án þess að fá samþykki frá sveitarstjórn Ölfuss.

Leikskólinn er í óskiptri sameign Ölfuss og Hveragerðisbæjar og í samningnum milli sveitarfélaganna kemur fram að ekki megi hefja stofnframkvæmdir nema með samþykki beggja sveitarstjórna, að því er kemur fram í bókun sveitarstjórnar Ölfuss.

„Það kom okkur því verulega á óvart þegar við lásum um það í fjölmiðlum að Hveragerði væri búið að skrifa undir samninga um viðbyggingu við eign sem við eigum, mögulega sölu á eign sem við eigum og leigusamning til allt að 40 ára – á eign sem við eigum,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, í samtali við Morgunblaðið.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert