Rafmagnslaust er í Grindavík vegna bilunar í stofnstrengs milli Svartsengis og Grindavíkur.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum en þar segir að rafmagnslaust hafi orðið í Grindavík um klukkan 15.50.
Unnið er að því að staðsetja hvar á strengnum bilunin er.