Eldur logar í Húsaskóla í Grafarvogi

Slökkviliðið vinnur að því að ráða niðurlögum eldsins.
Slökkviliðið vinnur að því að ráða niðurlögum eldsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eldur kom upp í Húsaskóla í Grafarvogi á þriðja tímanum í dag. Um er að ræða eld í þaki skólans. 

Útkallið barst Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um klukkan 14:40. Skólinn hefur verið rýmdur. Þetta staðfestir slökkviliðið í samtali við mbl.is.

Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá framkvæmdum á þaki skólans að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Útkallið barst á þriðja tímanum í dag.
Útkallið barst á þriðja tímanum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hjördís segir vel hafi gengið að rýma skólann og að enginn hafi verið í hættu. Fá börn voru í skólanum þegar eldurinn kom upp enda almennu skólahaldi lokið, en einhver börn voru þó í dagvistun að sögn Hjördísar. Þeim hefur verið komið í skjól í nærliggjandi íþróttahúsi. 

Hún segir að ekki sé um stórbruna að ræða og lögreglan sé á vettvangi til að tryggja lokanir á meðan slökkviliðið vinnur að því að ráða niðurlögum eldsins. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Ljósmynd/Jens Þórarinn
Ljósmynd/Jens Þórarinn
Ljósmynd/Jens Þórarinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka