Frestun opnunar til 2026 ill tíðindi

Hilmar J. Malmquist.
Hilmar J. Malmquist.

„Það kemur mér nú á óvart að þú nefnir þessa dagsetningu því það var ekki búið að fastsetja vorið 2026,“ segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, í samtali við Morgunblaðið, en Hilmari var ekki kunnugt um að komið hefði fram í bæjarstjórn Seltjarnarness í síðustu viku að ekki yrði af opnun safnsins síðla árs í ár eins og til stóð.

Í apríl í fyrra voru úrslit hönnunarsamkeppni kynnt, um grunnsýningu í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi, nánar tiltekið í Náttúruhúsi í Nesi.

„Ég vissi að þessu myndi seinka eitthvað þar sem útboðið í verklegu framkvæmdirnar tókst ekki sem skyldi,“ útskýrir Hilmar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert