Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, hefur boðað til blaðamannafundar á heimili sínu á miðvikudaginn. Líklegt er að þar greini hún frá því að hún hyggist bjóða sig fram til forseta Íslands.
Í tilkynningu segir:
„Helga hefur undanfarin rúm átta ár gegnt starfi forstjóra Persónuverndar en íhugar nú breytingar. Hún býður til ávarps og stutts samtals um embætti forseta Íslands en hún hefur á undanförnum vikum fengið áskoranir til forsetaframboðs úr ýmsum áttum.“