Hönnunarkostnaður um 330 milljónir

Töluverður kostnaður hefur fallið til við hönnun garðanna.
Töluverður kostnaður hefur fallið til við hönnun garðanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kostnaður vegna hönnunar varnargarða á Reykjanesskaga, gerðar hraunflæðilíkana ásamt kostnaði við mælingar, úrvinnslu og umsjón með framkvæmdum allan sólarhringinn nemur ríflega 330 milljónum króna, skv. upplýsingum sem Morgunblaðið hefur fengið hjá Vegagerðinni og almannavörnum sem staðið hafa straum af umræddum útgjöldum.

Það eru verkfræðistofur sem annast hafa þessi verkefni og hefur Verkís verið atkvæðamest á þessum vettvangi, en henni hafa verið greiddar tæpar 220 milljónir króna fyrir veitta þjónustu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert