Myndskeið: Tíu ára barn ók leigubíl

Myndskeið af tíu ára dreng að keyra leigubifreið hefur vakið nokkra athygli og verið dreift á samfélagsmiðlum.

Barnið ók bílnum í leyfisleysi að því er eigandi bílsins hefur staðfest við mbl.is.

Í myndskeiði á samfélagsmiðlinum X sést til barnsins líta til farþega næstu bifreiðar, sem tók athæfið upp, og aka leiðar sinnar. 

Fram kom í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun að tilkynnt hefði verið um barn að aka stolinni bifreið í hverfi 109 í Breiðholti og að málið væri unnið í samstarfi við forráðamenn og barnavernd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka