Sá ókunnan mann fara inn í bílinn

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Er ekki kominn tími á að útbúnir verði einhverskonar passar fyrir okkur íbúa Grindavíkur. Endalaust er reynt að telja okkur trú um að engir óviðkomandi komist til Grindavíkur, en þó er það nánast daglega að maður heyrir af túristum og öðrum sem eiga ekkert erindi í bæinn sem hafa komist auðveldlega inn.“

Þetta skrifar Garðar Ingi Ingvarsson, íbúi í Grindavík, í færslu á Facebook-síðunni Íbúar í Grindavík.

Garðar greinir frá því að í gær að hafi bíll ekið í inn götuna sem hann býr í. Þar hafi maður sem sat í aftursæti bílsins farið út úr bílnum og hafi hlaupið inn á bílastæðið og farið inn í bíl sem þar stóð. Hann segir að búið að sé að tilkynna málið til lögreglu og senda myndir ásamt bílnúmeri bílsins.

Sami bíll sést víða í Grindavík

„Sami bíll hefur sést víða í Grindavík og náðst á mynd á nokkrum öðrum stöðum þar sem hann hægir verulega á og jafnvel stoppar við bíla og hús. Vegna athuguls auga eins aðila fannst út að þessi bíll er til sölu hér á fb. sem kemur málinu svo sem ekkert við nema varð þess mun auðveldara að komast að því að þessir aðilar eru sannarlega ekki íbúar í Grindavík,“ segir Garðar í færslunni.

Garðar segist hafa farið til Grindavíkur í gærkvöld til að athuga hvort maðurinn hafi tekið eitthvað og hafi í leið læst öllu.

„Á lokunarpóstinum var ég spurður um kennitölu og hvort ég byggi í Grindavík. Tók mig um 15 sek. að komast í gegn og hefði getað verið hver sem er. Líklega væri sami tími og jafnvel styttri ef eingöngu íbúar fengju einfaldan passa, ef þú ert ekki með þann passa áttu ekkert erindi í bæinn,“ segir Garðar ennfremur í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert