Tveir fluttir með sjúkraflugi frá Blönduósi

Lokað var fyrir Þjóðveg 1 við bæinn Enniskot í Húnaþingi …
Lokað var fyrir Þjóðveg 1 við bæinn Enniskot í Húnaþingi vestra í kjölfar slyssins. mbl.is/Mats Wibe Lund

Tveir voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur og tveir með sjúkrabíl eftir harðan árekstur um 20 km frá Blönduósi á fimmta tímanum í dag. 

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Blönduósi. Tveir bílar lentu saman sem ekið var úr gagnstæðum áttum á Þjóðvegi 1 við bæinn Enniskot í Húnaþingi vestra.

Ekki er hægt að segja til um meiðsli fólksins á þessu stigi en tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglu. 

Blönduóssflugvöllur var lokaður vegna snjóalaga en opnaður með snjómoksturstækjum um leið og fréttist af slysinu. 

Lokað var fyrir veginn í kjölfarið en opnað hefur verið fyrir umferð á ný. Einhverjar tafir voru á umferð í kjölfarið.

Uppfært 21:09

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert