Ernir hyggst skila inn flugrekstrarleyfi

Dornier vél Ernis er í söluferli.
Dornier vél Ernis er í söluferli. mbl.is/Unnur Karen

Flug­fé­lagið Ern­ir glím­ir við rekstarörðug­leika og hyggst skila inn flugrekst­ar­leyfi sínu. Fé­lagið er meðal ann­ars með háar líf­eyr­is­sjóðs- og skatt­skuld­bind­ing­ar sem ekki hef­ur verið staðið skil á um nokk­urt skeið.

Ein­ar Bjarki Leifs­son, fjár­mála­stjóri Ern­is, seg­ir rekst­ur­inn þung­an en fé­lagið hafi sett upp áætl­un til að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart hinu op­in­bera. 

Hann seg­ir fé­lagið ekki á loka metr­un­um hvað rekst­ur­inn varðar en seg­ir stefnt að því að fara í ein­fald­ari rekst­ur þar sem Erni verði breytt í markaðs-, sölu- og bók­un­ar­skrif­stofu fyr­ir Mý­flug sem er meðal stærstu eig­enda Ern­is. „Það eru eng­in áform um að leggja Erni eða kenni­töl­una niður,“ seg­ir Ein­ar.  

Samþætta rekst­ur­inn

„Mý­flug á hluta í Erni og við erum búin að vera að samþætta flugrekst­ur­inn milli fé­lag­anna. Langlík­leg­asta niðurstaðan er sú að við mun­um skila öðru flugrekst­ar­leyf­inu fyr­ir Erni,“ seg­ir Ein­ar Bjarki.  

Fé­lagið er með aðra af tveim­ur flug­hæf­um flug­vél­um sín­um, Dornier, í sölu­ferli. Hin er Jet Stream 32. Aðrar tvær vél­ar fé­lags­ins af gerðinni Jet Stream 32 eru ekki flug­hæf­ar.

Að sögn Ein­ars er hug­mynd­in sú að Jet Stream vél Ern­is verði skráð á flugrekst­ar­leyfi Mý­flugs. Það sé hins veg­ar háð samþykki yf­ir­valda.  

Í sam­ræðum við líf­eyr­is­sjóð 

Ern­ir var stofnað árið 1970 af Herði Guðmunds­syni sem seldi meiri­hluta­eign sína í upp­hafi árs 2023. Fé­lagið hef­ur m.a. sinnt flugi til Húsa­vík­ur og Vest­manna­eyja en þjón­ustu­samn­ing­ur vegna þess­ara flug­leggja renn­ur út í lok mars. Stend­ur þá eft­ir einn legg­ur til Hafn­ar í Hornafirði. Auk þess hef­ur fé­lagið sinnt leigu og sjúkra­flugi að hluta. 

Vél flugfélagsins Ernir.
Vél flug­fé­lags­ins Ern­ir. Ljós­mynd/​Ern­ir

„Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að það eru háar skuld­ir hér inni og rekstr­ar­um­hverfið hef­ur verið þungt upp á síðkastið. Við erum hins veg­ar í sam­tali við líf­eyr­is­sjóðina sem eru meðvitaðir um okk­ar plön og hvernig þau snúa upp á að gera upp við þá,“ seg­ir Ein­ar Bjarki. 

Hörður Guðmunds­son seldi meiri­hluta­eign sína í fé­lag­inu í upp­hafi árs 2023. Mý­flug eignaðist þriðjung í fé­lag­inu, fjár­fest­ar rúm­lega þriðjung en 25% var áfram í eigu Harðar og fjöl­skyldu hans.

Fjór­um af sjö flug­mönn­um sagt upp  

Að sögn Ein­ars Bjarka er rekst­ur­inn ekki síst þung­ur vegna auk­ins starfs­manna­kostnaðar, Covid-tíma­bils­ins og hækk­andi verðs á vara­hlut­um. Auk þess sem það gerði fé­lag­inu erfitt fyr­ir þegar Vega­gerðin valdi að klippa niður flug­leggi í smærri ein­ing­ar frek­ar en að bjóða flug út á lands­byggðinni í heild. 

„Við höf­um tekið mikið til í rekstr­in­um. Við höf­um ekki sagt mörg­um upp en í ljósi þeirra breyt­inga sem fé­lagið er að fara í gegn­um hef­ur starfs­fólk kosið að segja upp störf­um og segja skilið við fé­lagið,“ seg­ir Ein­ar. 

Sjö flug­menn hafa starfað hjá fyr­ir­tæk­inu. Spurður hvort ein­hverj­um þeirra hafi verið sagt upp kýs Ein­ar að tjá sig ekki um það. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur fjór­um af sjö flug­mönn­um verið sagt upp. 

Hörður Guðmundsson stofnaði Erni árið 1970.
Hörður Guðmunds­son stofnaði Erni árið 1970. mbl.is

Tvær af fjór­um vél­um óflug­hæf­ar 

Tvær af vél­um fé­lags­ins eru óflug­hæf­ar. Að sögn Ein­ars er önn­ur vél­in búin með sinn flug­tíma. Hin þarfn­ast mik­ill­ar fjár­fest­ing­ar svo hægt sé að stand­setja hana. 

„Það hafa verið gríðarleg­ar breyt­ing­ar í rekstr­in­um á síðustu fimmtán mánuðum. Nýir menn eru komn­ir í brúna og mönn­um var það ljóst þegar þeir komu inn þetta var þungt og að það þyrfti að grípa til aðgerða,“ seg­ir Ein­ar. 

Spurður seg­ir hann að fé­lagið sé ekki á loka metr­un­um. „Nei alls ekki. Við erum að fara „back to basics“ og horfa til þess þegar best gekk í flug­véla­rekstri,“ seg­ir Ein­ar.

Nefn­ir hann sem dæmi að óheppi­legt sé að hafa vél­ar af sitt­hvorri teg­und­inni í flot­an­um. „Það flæk­ir rekst­ur­inn svo­lítið mikið,“ seg­ir Ein­ar.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert