Hraðara landris mælist á ný

Mynd úr vefmyndavél Veðurstofunnar tekin um hádegi 10. mars 2024 …
Mynd úr vefmyndavél Veðurstofunnar tekin um hádegi 10. mars 2024 sem horfir á suðurhluta Öskju. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Hraði landriss við Öskju hefur aukist aftur á ný. Þetta sýna mælingar frá því lok síðasta árs, en hraði landrissins er þó minni en hann var síðasta haust. 

Skjálftahrinu varð vart við eldstöðina í gær og mældist stærsti skjálftinn 3,5 að stærð. Reið hann yfir kl. 10.40 eins og mbl.is greindi frá. 

Morg­un­blaðið greindi frá því í sept­em­ber að svo virt­ist sem hæg breyt­ing hefði orðið á því landrisi sem áður mæld­ist stöðugt í Öskju. Þetta mátti ráða af mæl­ing­um tveggja GPS-stöðva Veður­stof­unn­ar ofan á eld­stöðinni.

Kortið sýnir staðsetningu skjálftanna í gær 25. mars, á norðvesturbrún …
Kortið sýnir staðsetningu skjálftanna í gær 25. mars, á norðvesturbrún Öskju. Bláir ferningar sýna staðsetningar á GPS-mælistöðvum. Kort/Veðurstofa Íslands

Öskjuvatn ísilagt

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að mælingar næstu daga og vikur á aflögun á svæðinu muni leiða að í ljós hvort hraði aukist aftur. Verður áfram fylgst náið með þróun mælinga á svæðinu. 

Gervitunglamynd frá 19. mars sýnir að hefðbundið vetrarástand ríkir á svæðinu og er vatnið ísilagt að undanskildum tveimur svæðum sem eru ætíð opin vegna jarðhitavirkni. Í febrúar fyrir um ári síðan varð Öskjuvatn íslaust sem var óvenjulegt svo snemma árs.

Gervitunglamynd sem sýnir aðstæður í Öskju 19. mars 2024. Sjá …
Gervitunglamynd sem sýnir aðstæður í Öskju 19. mars 2024. Sjá má íslaus svæði við vesturströnd Öskjuvatns þar sem er þekkt jarðhitasvæði.

Búin að þenja sig síðan 2012

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag skýr merki um að eitthvað væri á seyði í Öskju. 

„Við erum nátt­úru­lega búin að vera að bíða eft­ir henni. Hún er búin að vera að þenja sig í raun frá 2012 því þá bræddi hún af sér ís um há­vet­ur, sem er nú eig­in­lega ekki mögu­legt nema að þú bæt­ir hita út í vatnið,“ segir Ármann. 

Grafið sýnir gögn frá GPS-mælistöðinni Tanna sem staðsett er á …
Grafið sýnir gögn frá GPS-mælistöðinni Tanna sem staðsett er á norðurbrún Öskju. Efsta grafið sýnir hreyfingu í norður, grafið í miðjunni sýnir austur hreyfingu og neðsta grafið lóðrétta hreyfingu, landris og sig. Graf/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert