Mikil mengun í Höfnum

Mikil gasmengun er frá eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni.
Mikil gasmengun er frá eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni. mbl.is/Árni Sæberg

Veðurstofa Íslands ráðleggur íbúum í Höfnum að loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Mikil mengun hefur mælst í Höfnum síðustu klukkustundirnar. 

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að hæstu gildi á mælum Umhverfisstofnunar hafi verið 1.000 míkrógrömm á rúmmetra. Um er að ræða brennisteinsmengun frá eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni.

Hægt er að fylgjast með loftgæðum inn á vef Umhverfisstofnunar Loftgæði.is.

Einnig er hægt að fylgjast með gasmælingarspá á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert