Strætó fær nærri 10 ábendingar á dag

Ábendingum fjölgaði frá árinu 2022.
Ábendingum fjölgaði frá árinu 2022. mbl.is/Valli

Alls bárust 3.493 ábendingar til Strætós á síðasta ári, eða nærri tíu að jafnaði á dag, samkvæmt yfirliti sem kynnt var á stjórnarfundi fyrirtækisins nú í mars.

Ábendingum fjölgaði frá árinu 2022 þegar þær voru 3.493 talsins.

Framkoma, aksturslag, of snemma, of seint eða ekki

Flestar voru ábendingarnar vegna framkomu vagnstjóra og aksturslags, þess að vagn hefði ekki stöðvað á biðstöð, komið of snemma, of seint eða ekki.

Einnig var kvartað yfir því að vagn beið ekki eftir mætingu, vagnstjóri notaði snjallsíma og ástandi vagnsins væri ábótavant. Alls voru skráð 17 slys á farþegum á síðasta ári og samtals 152 tjón á vögnum.

Jóhannes S. Rúnarsson forstjóri Strætós segir við Morgunblaðið að ferðir strætisvagna á ári séu um 600 þúsund og því eigi ábendingarnar við um innan við eitt prósent af þeim. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir einnig að ábendingarnar hafi árið 2022 verið 2.369 talsins. Var sú tala fengin úr kynningu sem fór fyrir stjórnarfund Strætó og var ekki rétt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert