Þórdís fundar með Bankasýslunni

Þórdís hefur lýst yfir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans …
Þórdís hefur lýst yfir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, mun í dag eiga fund með Banka­sýslu rík­is­ins. Til umræðu verður sú staða sem upp er kom­in vegna fyr­ir­hugaðra kaupa Lands­bank­ans á TM af Kviku banka.

Þetta seg­ir Þór­dís í sam­tali við mbl.is að rík­is­stjórn­ar­fundi lokn­um.

„Nú hef­ur bankaráðið svarað Banka­sýslu og þeir með málið hjá sér. Næsta skref hjá mér er að funda með stjórn Banka­sýsl­unn­ar, sem ég geri í dag,“ seg­ir Þór­dís.

Svar­ar ekki hvort til greina komi að láta þau fjúka

Fyr­ir rúmri viku síðan sendi Banka­sýsl­an bréf til Þór­dís­ar og til bankaráðs Lands­bank­ans vegna fyr­ir­hugaðra kaupa bank­ans á TM.

Í því bréfi sagði að Banka­sýsl­unni hefði verið alls ókunn­ugt um viðskipt­in og að stofn­un­in tæki und­ir áhyggj­ur sem Þór­dís hafði lýst yfir á sam­fé­lags­miðlum í kjöl­far til­kynn­ing­ar Kviku um fyr­ir­hugaða sölu.

Fjór­um dög­um eft­ir það bréf sendi Lands­bank­inn frá sér til­kynn­ingu þar sem fram kem­ur að bank­inn hafi upp­lýst Banka­sýsl­una um fyr­ir­huguð kaup á TM frá miðju ári í fyrra.

Enn frem­ur að eng­ar at­huga­semd­ir hafi verið gerðar við áætl­an­ir bank­ans.

Spurð hvort til greina komi af henn­ar hálfu að koma því áleiðis til Banka­sýsl­unn­ar að reka bankaráð og banka­stjóra vegna máls­ins seg­ir Þór­dís:

„Ég tek þetta mál í þeirri röð sem það birt­ist og næsta skref er að funda með Banka­sýsl­unni og ég geri það í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert