Sótt að Guðna að sitja áfram

Guðni Th. Jóhannesson hefur gegnt embætti forseta Íslands frá árinu …
Guðni Th. Jóhannesson hefur gegnt embætti forseta Íslands frá árinu 2016. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðna Th. Jó­hann­es­syni for­seta Íslands hafa borist stöðugar hvatn­ing­ar og áskor­an­ir um að end­ur­skoða ákvörðun sína um að láta af embætti í sum­ar. Þetta staðfest­ir for­set­inn sem kveðst þó ekki vera á þeim bux­un­um „nema afar rík­ar ástæður séu til“.

Guðni til­kynnti sem kunn­ugt er um ára­mót­in að hann muni ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri þegar öðru kjör­tíma­bili hans lýk­ur 31. júlí. Við það tæki­færi sagði hann að eft­ir vand­lega íhug­un hefði hann ákveðið að láta hjartað ráða för og láta staðar numið. Guðni hef­ur síðar sagt að hann hlakki til að snúa sér aft­ur að fræðastörf­um og kennslu.

Síðustu daga og vik­ur hef­ur mik­ill fjöldi fólks annaðhvort lýst yfir fram­boði eða lýst áhuga á fram­boði til embætt­is for­seta. Við það virðist sem mörg­um lít­ist ekki á blik­una og sæki nú fast­ar að Guðna en áður að end­ur­skoða ákvörðun sína.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðsins hef­ur fólk þó lýst þess­um skoðunum sín­um jafnt og þétt al­veg frá ára­mót­um. Þannig komi jafn­an marg­ir að máli við hann á förn­um vegi og á manna­mót­um og embætti for­seta Íslands hafi borist tals­vert af tölvu­póst­um þessa efn­is. Á Face­book-síðu for­set­ans má einnig sjá þó nokkuð af um­mæl­um í þessa veru.

Morg­un­blaðið leitaði viðbragða Guðna vegna þessa í gær. Hann baðst und­an viðtali, enda í fríi í út­lönd­um, en sendi stutt svar í tölvu­pósti þar sem hann staðfest­ir þetta:

„Ég hef fengið áskor­an­ir, beiðnir og spurn­ing­ar um hvort hefja megi söfn­un und­ir­skrifta en hef ekki léð máls á slíku. Sem fyrr er ég þakk­lát­ur fyr­ir góðan stuðning. Ákvörðun um að láta gott heita er hins veg­ar það stór að henni verður ekki breytt nema afar rík­ar ástæður séu til þess.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert